54. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í stigaherbergi í Alþingishúsi, miðvikudaginn 14. maí 2014 kl. 10:15


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 10:15
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 10:15
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 10:15
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 10:15
Karl Garðarsson (KG), kl. 10:15
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 10:15
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 10:15
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 10:15

Helgi Hjörvar var fjarverandi og Valgerður Bjarnadóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:15
Frestað.

2) 13. mál - þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið Kl. 10:15
Sigrún Magnúsdóttir framsögumaður málsins kynnti drög að framhaldsnefndaráliti með tillögu um að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Samþykkt, allir með.

3) Önnur mál Kl. 10:17
Formaður lagði til að nefndin fengi fulltrúa innanríkisráðuneytis á fund í byrjun júní til að gera grein fyrir stöðu máls um innheimtu sekta og sakarkostnaðar, sbr. skýrslu Ríkisendurskoðunar, í stað þess að senda bréf til ráðuneytisins.

Formaður lagði einnig til að nefndin fengi fulltrúa fjármála- og efnahagsráðuneytis á sama fund til að gera grein fyrir stöðu máls um innkaupastefnu ráðuneyta, sbr. skýrslu Ríkisendurskoðunar´, í stað þess að senda bréf til ráðuneytisins.

Tillögurnar voru samþykktar.

Birgitta Jónsdóttir vakti athygli á að hún og Pétur H. Blöndal myndu vinna áfram að frumvarpi um gagnageymd sem nefndin hefur fjallað um.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:20